Listmeðferð Unnar

AATA ráðstefna – 31. október 2019

Unnur flutti fyrirlestur um minnisteikningu fyrir fullum sal af fólki á ráðstefnu Félags listmeðferðarfræðinga í Ameríku á hálfrar aldar afmæli félagsins. Fyrirlesturinn fjallaði um rannsókn mína sem sýndi hversu árangursrík teikning er til að auka minni og vinna úr tilfinningum. Ánægjulegt var að hitta svo marga listmeðferðarfræðinga víðsvegar að úr heiminum, kynna mér listmeðferðarstörf þeirra og og deila með þeim minnisteiknirannsókninni.

Ummæli þátttakenda sem voru á fyrirlestrinum:

  • Upplýsandi!
  • Afar góð kynning á rannsókn sem auðvelt er að hagnýta.
  • Gagnlegt að taka þátt í verkefninu.
  • Þessi vinnustofa var ein af mínum uppáhalds þennan daginn; fyrirlesarinn var vel að sér og fyrirlestur hennar var einstaklega umhugsunarverður og áhugaverður.
  • Æfingin sem við tókum þátt í til að upplifa kosti teikningarinnar í því skyni að bæta minnið var forvitnileg og umhugsunarverð.
  • Mjög áhugaverð rannsókn og vel framsett. Verklegi þátturinn jók gildi þessarar rannsóknar auk þess að sýna fram á tvíþætt hlutverk listmeðferðar og náms.
  • Þekkingin sem ég öðlaðist á fyrirlestir Unnar mun koma mér að gagni í starfi mínu. Ég kunni vel að meta nýstárlega nálgun hennar.
  • Mjög góðar upplýsingar og dæmi.
  • Gífurlega áhugaverð og frábær kynning. Vel gert.
Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram