Unnur flutti fyrirlestur um minnisteikningu fyrir fullum sal af fólki á ráðstefnu Félags listmeðferðarfræðinga í Ameríku á hálfrar aldar afmæli félagsins. Fyrirlesturinn fjallaði um rannsókn mína sem sýndi hversu árangursrík teikning er til að auka minni og vinna úr tilfinningum. Ánægjulegt var að hitta svo marga listmeðferðarfræðinga víðsvegar að úr heiminum, kynna mér listmeðferðarstörf þeirra og og deila með þeim minnisteiknirannsókninni.