Börn sem höfðu upplifað álag og/eða orðið fyrir áföllum og áttu við námserfiðleika að etja voru valin til að taka þátt í rannsókn varðandi meðferðaraðferð sem felur í sér samruna listmeðferðar og menntunar. Námslistmeðferð varð til í rannsókninni þar sem unnið er samtímis með tilfinningalega og vitsmunalega þætti. Óli, sem tók þátt í rannsókninni, var þunglyndur í upphafi meðferðar en leið betur í lok hennar.
Listsköpun, sem oft innihélt ritun, reyndist mikilvæg bæði í meðferðinni og í ferli rannsakandans, þar sem hún veitti skapandi og endurgefandi rannsóknaraðferð. Í kaflanum er fjallað um hvernig listsköpun skapar ferskan skilning og nýjar tengingar í rannsóknarverkefninu. Listsköpunarferlið leiðir til aukins skilnings og meðvitundar, sem tengist persónulegri merkingu. Þar af leiðandi getur skilningur á verkefninu orðið þýðingarmeiri, öfugt við skilning sem byggist eingöngu á lestri og ritun sem tengist frekar línulegu ferli. Fjallað er um viðfangsefnið í tengslum við rannsóknarverkefnið og hvernig slík teikning getur auðveldað bóklegt nám og um leið þjónað meðferðarlegum tilgangi.
2018 Art therapy to address emotional well-being of children who have experienced stress and/or trauma. Í: A. Zubala & V. Karkou (Ritstj.), Arts Therapies in the Treatment of Depression: International Research in the Arts Therapies (bls. 30-47). Oxford: Routledge.
DOI: https://doi.org/10.4324/9781315454412
Tags: Art Therapy, depression, project, art making, understanding, meaningful.