Listmeðferð Unnar

Grunnfyrirlestur I: Hvað er listmeðferð?

Grunnfyrirlestur II: Listmeðferð og sköpunargleði

Grunnþætti listmeðferð

Í fyrirlestrunum er fjallað um grunnþætti listmeðferðar og tekin eru dæmi sem veita innsýn í aðferðir og hugmyndafræði meðferðarinnar. Þátttakendum sem þess óska er boðið að taka þátt í einföldu skapandi verkefni og öðlast þannig brot af þeirri reynslu og möguleikum sem listmeðferðin býður upp á. Ekki er gerð krafa um fyrri þekkingu eða reynslu af listsköpun. Fyrirlestrarnir eru ætlaðir öllum sem hafa áhuga á listmeðferð.

Vitnisburðir þátttakenda

„Fræðslufyrirlesturinn var hnitmiðaður og mjög gagnleg kynning sem opnaði fyrir mér nýjar víddir til að vinna út frá.“

Þóra Melsted deildarstjóri

„Mjög góð kynning sem gefur góða mynd af því út á hvað listmeðferð gengur.“

Ingunn M. Óskarsdóttir verkefnastjóri

„Fræðslufyrirlesturinn var áhugaverð kynning á því hvernig nota má listir og sköpun sem úrræði fyrir fólk á öllum aldri sem á við tilvistarkreppu að etja.“

Sigurgeir Birgisson deildarstjóri

„Fræðslufyrirlesturinn var gefandi og gagnlegur, sér í lagi þar sem maður getur sent inn spurningar fyrir kynninguna og fengið svör.“

Helena Línud Kristbjörnsdóttir verkefnastjóri

„Fyrirlestrarnir fengu góðar móttökur hjá báðum hópunum og vöktu fólk til umhugsunar! Ég kann vel að meta áhugann og ákafann sem þú vaktir!“

Katherine Gill, yfirkennari og umsjónarkennari með námi án aðgreiningar í Millfields Community School í Hackney

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram