Listmeðferð Unnar
Minnisteikningu og siðferðisvandamálið

Viðfangsefni kaflans er megindleg og eigindleg rannsókn á minnisteikningu sem Unnur Óttarsdóttir framkvæmdi árið 2000. Rannsóknin var fyrsta yfirgripsmikla rannsóknin sem bar markvisst og skipulega saman áhrif teikningar og ritunar á minnisvirkni. Minnisteikni rannsóknin er því tímamóta rannsókn í sögu listmeðferðar, menntunar, sálfræði og sálfræðimeðferðar. Minnisteikning er hluti af námslistmeðferð sem er meðferðar- og kennsluaðferð sem höfundurinn fann upp og fjallar um í kaflanum. Siðferðisvandamálið sem sett er fram í kaflanum snýr að því að minnisteikning og teikning almennt geti komið við viðkvæmt tilfinningalegt efni, sem gæti valdið frekari erfiðleikum ef teikningin er leidd af einstakling sem er ómeðvitaður um tilfinningalega innihaldið sem getur komið upp á yfirborðið í teikniferlinu.

Ottarsdottir, U. (2019) Ethical Concern when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. Í: A. Di Maria (Ritstj.). Exploring Ethical Dilemmas in Art Therapy: 50 Clinicians From 20 Countries Share Their Stories (bls. 266-272). New York: Routledge.

Tags: Ethics, Art therapy, Research, Drawing, Memory, Well-being

https://doi.org/10.4324/9781315545493

Teikning og meðferðarlegum tilgangi

Börn sem höfðu upplifað álag og/eða orðið fyrir áföllum og áttu við námserfiðleika að etja voru valin til að taka þátt í rannsókn varðandi meðferðaraðferð sem felur í sér samruna listmeðferðar og menntunar. Námslistmeðferð varð til í rannsókninni þar sem unnið er samtímis með tilfinningalega og vitsmunalega þætti. Óli, sem tók þátt í rannsókninni, var þunglyndur í upphafi meðferðar en leið betur í lok hennar.

Listsköpun, sem oft innihélt ritun, reyndist mikilvæg bæði í meðferðinni og í ferli rannsakandans, þar sem hún veitti skapandi og endurgefandi rannsóknaraðferð. Í kaflanum er fjallað um hvernig listsköpun skapar ferskan skilning og nýjar tengingar í rannsóknarverkefninu. Listsköpunarferlið leiðir til aukins skilnings og meðvitundar, sem tengist persónulegri merkingu. Þar af leiðandi getur skilningur á verkefninu orðið þýðingarmeiri, öfugt við skilning sem byggist eingöngu á lestri og ritun sem tengist frekar línulegu ferli. Fjallað er um viðfangsefnið í tengslum við rannsóknarverkefnið og hvernig slík teikning getur auðveldað bóklegt nám og um leið þjónað meðferðarlegum tilgangi.

2018 Art therapy to address emotional well-being of children who have experienced stress and/or trauma. Í: A. Zubala & V. Karkou (Ritstj.), Arts Therapies in the Treatment of Depression: International Research in the Arts Therapies (bls. 30-47). Oxford: Routledge.

DOI: https://doi.org/10.4324/9781315454412

Tags: Art Therapy, depression, project, art making, understanding, meaningful.

Teikning er áhrifarík til að leggja á minnið

Í greininni er farið yfir megindlega og eigindlega rannsókn á minnisteikningu, sem gerð var árið 2000. Niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar sýndu að teikning er áhrifarík til að leggja á minnið. Níu vikum eftir að börnin lögðu upphaflega á minnið rifjuðu þau upp að jafnaði fimm sinnum fleiri orð sem þau höfðu teiknað en þau sem þau höfðu skrifað. Eigindleg tilviksrannsóknin sem fallað er um, sýndir hvernig bóknám er fellt inn í listmeðferð innan skóla. Niðurstöður eigindlegu rannsóknarinnar benda til þess að minnisteikning geti hjálpað börnum að vinna úr tilfinningum sínum tengdum erfiðri reynslu. Rannsóknin sýnir að teikning stuðlar að vellíðan, minni og bóknámnámi innan ramma listmeðferðar- og kennslufræði.

Ottarsdottir, U. 2019 Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningu. Íslensk þýðing greinarinnar (2018) Processing Emotions and Memorising Coursework Through Memory Drawing. ATOL: Art Therapy OnLine 9 (1). ATOL: Art Therapy OnLine, 10(1).

Tags: Drawing, memory, art therapy, well-being, coursework learning, research. 

Teiknaðar skýringarmyndir í rannsókn teiknaðar skýringarmyndir

Í kaflanum útskýrir Unnur Óttarsdóttir hvernig hún notaði teiknaðar skýringarmyndir í rannsókn þar sem aðferðafræði grundaðrar kenninga var beitt.

Teikningarnar voru notaðar til að:

1. Mynda hugtök

2. Skapa djúpstæðan skilning á fyrirbærum

3. Gera lýsingu óhlutbundna

4. Skoða tengsl fyrirbæra, flokka og hugtaka

5. Byggja kenningar

6. Efla sköpunargáfu og innsæi.

Unnur Óttarsdottir (2013) Grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir. (Grounded Theory and Drawn Diagrams). In: Sigríður Halldórsdóttir (Ed.), Handbók í aðferðafræði rannsókna (pp. 361-375). Akureyri: University of Akureyri.

ISBN: 9789979724414

Keywords: Drawing, diagrams, research, connecting, grounded theory, understanding, creativity

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram