Með þakklæti og trega tilkynni ég að minn kæri kennari, handleiðari og leiðbeinandi dr. Arthur Robbins er fallinn frá.
Art var einn af frumkvöðlum listmeðferðar og starfaði hann sem prófessor við Pratt Institute þar sem ég lauk meistaranámi í listmeðferð. Í yfir 30 ár gegndi hann mikilvægu hlutverki í námi mínu, listmeðferðarstarfi, rannsóknarstörfum og úrvinnslu tilfinninga. Leiðbeindi hann mér við doktorsritgerð mína þar sem send voru óteljandi föx með teikningum og texta frá Reykjavík og London til New York. Las hann þolinmóður textann fyrir mig, skoðaði teikningarnar, kom með athugasemdir og ræddum við bæði rökrænu- og tilfinningaþættina.
Art var hlýr, velviljaður, greindur, vel lesin og hafði djúpt innsæi í sálarlíf og táknræna listsköpun hverrar manneskju. Brún augu hans sáu lengra en augnatillit flestra og hafði hann einstakt lag á að skilja djúpa munnlega og táknræna merkingu í tjáningu fólks. Margt af kennslu Arts lifir enn með mér og mun alltaf gera s.s. mikilvægi speglunarinnar í meðferðinni. Eins hvernig möglulegt er að mynda tengingu við einstaklinga sem hafa farið á mis við önnur traust tengsl. Einnig að viljinn til að bæta fyrir mistök í samböndum sé eitt af grunnstoðurm mannlegra tengsla. Að auki að andi þeirra sem við umgöngumst lifir innra með okkur þá svo að tengingin sér rofin af einhverjum orsökum eins og hún gerir nú þegar Art er ekki lengur með okkur hér á jörðu. Ég er full af þakklæti fyrir tengslin og samskiptin við Art og þá visku sem hann færði mér í gegnum árin í ýmsu samhengi. Art skrifaði fjölda rita um meðferð og lifir andi hans í orðum bóka hans sem við sem eftir sitjum erfum.
Kærar þakkir Art fyrir allt sem þú gafst mér og okkur hinum með tilveru þinni. Innilegar samúðar kveðjur til yndislegrar konu þinnar Sandy, barna ykkar og barnabarna. Hvíl í friði.