Í morgun flutti ég fyrirlesturinn „Listmeðferð og minnisteikning fyrir börn sem eiga við námsörðugleika að stríða og hafa orðið fyrir áföllum og/eða upplifað mikið álag“ á Landspítalaunum. Barna- og unglingageðdeild (BUGL). Þátttakendurnir voru sumir á staðnum og aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Það var virkilega gefandi að tala um rannsóknir mínar og meðferðar störf við starfsfólk spítalans sem virtist skilja málefnið vel.
Einnig gafst mér tækifæri til að skoða aðstöðu listmeðferðarfræðinganna sem vinna á BUGL en þær eru Íris Ingvarsdóttir, Katín Erna Gunnarsdóttir og Carolina Kindler.