Fjallað verður m.a. um nýja námsbraut í opinni útsendingu á netinu 16. mars kl. 12:00. Aðgangur að viðburðinum er frír og öllum opinn. Hér er hlekkur á viðburðinn.
Linkur á upplýsingar á vef ReyjkavíkurAkademínnar sem stendur fyrir viðburðaröðinni.
Listaháskóli Íslands lauk sumarið 2021 Erasmus+ verkefninu SWAIP (e. Social inclusion and Well-being through the Arts and Interdisciplinary Practices) sem unnið var í samvinnu við sex aðrar háskólastofnanir í Evrópu. Afraksturinn er ný námslína á meistarastigi við listkennsludeild LHÍ sen áætlað að hefjist haustið 2023. Námið er sniðið að listamönnum, listkennurum og heilbrigðisstarfsfólki með bakgrunn í listum
Í stýrihóp verkefnisins voru dr. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar, dr. Halldóra Arnardóttir og dr. Unnur Óttarsdóttir. Halldóra er listfræðingur og verkefnastjóri verkefnisins: Listir og menning sem meðferð. Halldóra hefur stýrt fjölmörgum verkefnum þar sem unnið er með listir og menningu með það að markmiði að efla lífsgæði Alzheimersjúklinga. Unnur sem er listmeðferðarfræðingur og myndlistarkona hefur starfað sem meðferðafræðingur og rannsakandi á því sviði í ReykjavíkurAkademíunni, jafnframt því að stunda myndlist. Rannsóknir Unnar hafa einkum beinst að notkun teikninga til úrvinnslu minninga og til að leggja á minnið.
Í málstofunni verður SWAIP námsbrautin kynnt og þær Unnur og Halldóra kynna aðferðir sínar og rannsóknir sem m.a. lágu til grundvallar hugmyndafræði námsbrautarinnar.
Þá talar tónlistarkonan Sigrún Sævarsdóttir Griffiths sem starfrækir fyrirtækið Metamorphonics þar sem aðferðir skapandi tónlistarsamvinnu eru notaðar til að valdefla jafnt faglært sem ófaglært tónlistarfólk víða um heim.
Sigrún Sævarsdóttir Griffiths, tónlistarkona og kennari við Guildhall School of Music and Drama og LHÍ:
Máttur tónlistar til að tengja og efla.
Dr. Halldóra Arnardóttir, listfræðingur og verkefnastjóri:
Listir og menning sem hugarefling við Alzheimersjúkdómnum.
Dr. Unnur Óttarsdóttir, listmeðferðarfræðingur og myndlistarkona:
Samteikning og minnisrannsóknir í ljósi listmeðferðar.
Dr. Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ:
Listir og inngilding: Ný námslína.
Gestgjafi: Magnea Tómasdóttir, söngkona og stundakennari við LHÍ.
Viðburðurinn er hluti af samstarfsverkefninu ÖLLUM TIL HEILLA sem haldin er af ReykjavíkurAkademíunni í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra. Viðburðaröðinni er ætlað er að vekja athygli á áhrifamætti samfélags- og þátttökulista við valdeflingu og inngildingu.
Nánar um ÖLLUM TIL HEILLA og SWAIP
Á heimasíðu ReykjavíkurAkademíunnar:
https://www.akademia.is/ollum/
https://www.akademia.is/fyrirlesari/swaip/
Á heimasíðu Listaháskóla Íslands:
https://www.lhi.is/.../ollum-til-heilla-listskopun-og...
https://swaipproject.lhi.is/
Gagnagrunnsvefsíða: http://swaip.lhi.is/