Listmeðferð Unnar

Mannlegi þátturinn

Það var ánægjulegt að tala við Guðrúnu Gunnarsdóttur og Gunnar Hansson í Mannlega þættinum í síðustu viku. Í kynningu á þættinum kemur fram: „Kerfisbundin, markviss rannsókn á samanburði á áhrifum teikningar og skrifaðra orða á minni var framkvæmd í fyrsta sinn, eftir því sem best er vitað, í heiminum árið 2000 og stóð Unnur Óttarsdóttir, doktor í Listmeðferðarfræði, fyrir henni. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að níu vikum seinna mundu börnin að jafnaði fimm sinnum fleiri teikningar en orð sem þau höfðu skrifað. Þetta kallast minnisteikning. Nú í maí hélt Unnur námskeið á Ítaliu fyrir listmeðferðarfræðinga sem starfa í skólum. Málefnin sem voru þar á dagskrá voru til dæmis minnisteikning, skrifmyndir, mikilvægi listrænnar tjáningar í námi og einnig var henni boðið að flytja fyrirlestur þar. Unnur kom í þáttinn í dag“.

Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram