Seljandi fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að ljúka viðkomandi viðskiptum. Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Vefurinn Unnur Art Therapy safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. Umferð um vefsvæðið er mæld (með Google Analytics) en þær upplýsingar eru ekki persónurekjanlegar. Tilgangur mælinganna er að afla almennra upplýsinga um notkun sem sýnir fjöldatölur (og mögulega samtölur t.d. varðandi aldur, kyn) en eru ópersónurekjanlegar hjá okkur.
Vafrakökum er safnað í þeim tilgangi að telja heimsóknir sem og greina notendaferðalag (e. Users journey) um vefsíðuna. Þessar upplýsingar eru greindar með því markmiði að bæta upplifun notenda á vefsíðunni og auðvelda aðgengi notenda að upplýsingum.
Listmeðferð Unnar notar Google analytics til að safna gögnum, þar koma fram upplýsingar um hverja heimsókn, hversu lengi hún varði, hvert notandi fór innan vefsíðunnar og hvar hann fór af léninu. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um lagalega skyldu sé að ræða. Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.
Við skráningu á fyrirlestra og námskeið hjá Listmeðferðinni er beðið um upplýsingar til þess að hægt sé að hafa samband við þátttakendur og senda inn reikninga fyrir námskeiðsgjöldum.
Engin samkeyrslu er á innsendum upplýsingum og þeim er aldrei deilt með þriðja aðila.
Öll samskipti við vefþjóna okkar eru dulkóðuð yfir öruggar vefslóðir (HTTPS).
EFNI OG UPPLÝSINGAR ÞESSARAR VEFSÍÐU KANN AÐ VERA GAMALT OG LISTMEÐFERÐ UNNAR HEFUR ENGAR SKYLDUR TIL AÐ VEITA ÁBENDINGAR EÐA LEIÐRÉTTINGAR Á RÖNGU EFNI.
Upplýsingarnar á þessari vefsíðu eru einungis ætlaðar til að upplýsa og koma ekki í stað meðferðar.