Listmeðferð Unnar

Minni með myndum

Minni með myndum

Sjónsköpun hefur verið nýtt sem minnistækni frá því á tímum Forn-Grikkja. Tiltölulega nýlega var farið að nýta teikningar til að efla minni, til dæmis í tengslum við gerð hugkorta. Árið 2000 gerði Unnur Óttarsdóttir rannsókn sem sýndi að teikningar auðvelda minni til langs tíma.

Í erindinu er fjallað um minni með myndum í tengslum við ýmsar kenningar, rannsóknir og aðferðir. Skoðaðar eru hugsanlegar ástæður fyrir því að auðveldara er að muna myndir en orð, meðal annars út frá kenningum listmeðferðar. Einnig er fjallað um siðferðislegar spurningar út frá sjónarhorni listmeðferðar í tengslum við minnisteikningar fyrir börn sem eiga um sárt að binda.

Fyrirlestur áður fluttur

2017  Minni með myndum. Fyrirlestur fluttur í Listaháskóla Íslands á ráðstefnu um minni: Hugarflug, Reykjavík.

Ummæli

„Þakka þér fyrir áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur.“

Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram