Þetta námskeið er í boði fyrir fullgilda listmeðferðarfræðinga og listmeðferðarnema. Þátttakendur öðlast þekkingu á grunnatriðum aðferða og kenninga í minnisteikningu, sem aðstoðar einstaklinga við að muna betur ýmsar staðreyndir sem tengjast námsefni þeirra. Minnisteikning auðveldar einnig úrvinnslu tilfinninga á sama hátt og listsköpunarferlið gerir í listmeðferð.
Á námskeiðinu verður kynnt megindleg rannsókn sem sýnir að minnisteikning hjálpar til við að muna til lengri tíma, auk eigindlegrar tilviksrannsóknar sem sýnir hvernig minnisteikning getur í senn auðveldað nám og úrvinnslu tilfinninga. Fylgja þarf ákveðnum reglum við beitingu minnisteikninga og veittar eru ráðleggingar fyrir fagfólk sem starfar innan menntastofnana, þar á meðal listmeðferðarfræðinga sem starfa í námsumhverfi, þar sem meðferð og nám er samþætt í slíkri minnisteikningu.
Í gegnum listsköpun, að deila með öðrum, samræður og fyrirlestra öðlast þátttakendur þekkingu á grunnatriðum aðferða við og kenninga um minnisteikningu. Slík teikning auðveldar einstaklingum að leggja á minnið ýmsar staðreyndir sem tengjast námi þeirra. Megindleg rannsókn sem Unnur Óttarsdóttir vann sýndi að þegar horft er til lengri tíma er að jafnaði fimmfalt auðveldara að muna teiknaðar myndir af orðum en skrifuð orð. Auk þess að hjálpa til við að muna auðveldar minnisteikning úrvinnslu tilfinninga og erfiðrar lífsreynslu á svipaðan hátt og listsköpun gerir í listmeðferð, og þetta verður útskýrt á námskeiðinu.
Námskeiðið er ætlað listmeðferðarfræðingum og nemum í listmeðferð all staðar frá í heiminum.
Námskeið áður haldið á veraldarvefnum hjá Félagi listmeðferðarfræðinga í Bretlandi 23. október 2021.
Heimild mynd: Ottarsdottir, U. (2019) Ethical Concerns when Applying Drawing for Memory: Research Conducted in Iceland. Í: A. Di Maria (Ritstj.). Exploring Ethical Dilemmas in Art Therapy (bls. 266-272). New York: Routledge.