Í Listmeðferð Unnar er boðið upp á ýmsa fyrirlestra fyrir starfsfólk stofnana, félagasamtök og aðra hópa. Fyrirlestrarnir eru fluttir bæði í Listmeðferð Unnar og á öðrum stöðum eftir óskum hverju sinni. Einnig er boðið uppá fjarfyrirlestra í gegnum veraldarvefinn. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netfangið unnur@unnurarttherapy.is til að fá frekari upplýsingar.
Í fyrirlestrinum er fjallað um grunnþætti námslistmeðferðar. Í námslistmeðferð er bóklegt nám samþætt listmeðferð með það að markmiði að styrkja tilfinningalegt heilbrigði og efla námsgetu. Tekin eru dæmi sem veita innsýn í aðferðir og hugmyndafræði meðferðarinnar. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á námslistmeðferð, þar með talið foreldrum og fagfólki sem vinna að bættri […]
Í rannsóknarverkefninu um námslistmeðferð (AET) sem kynnt er í þessum fyrirlestri er námsefni fléttað inn í listmeðferð með það að markmiði að stuðla að tilfinningalegri velferð og auðvelda nám. Kenningar varðandi „skrifmyndir“ eru skoðaðar í fyrirlestrinum. Hugtakið „skrifmyndir“ vísar til teiknaðra mynda af bókstöfum og tölustöfum, sem eru hluti af aðferðum námslistmeðferðar. Á tilteknu þroskastigi […]