Dr. Unnur Guðrún Óttarsdóttir kennari og listmeðferðarfræðingur flytur fyrirlesturinn Aukið minni og tilfinningaleg velferð með minnisteikningu í ReykjavíkurAkademíunni. Tilefnið er niðurstöður minnisteiknirannsóknar sem birtar voru nýlega í opnum aðgangi í tímaritinu Education Sciences og í bókarkafla sem gefin var út hjá Routledge.
Rannsókn Unnar fólst í því að biðja 134 börn og 262 fullorðna að skrifa og teikna merkingu orða og rifja þau síðan upp eftir mislangan tíma. Í vísindagrein sem nefnist: Experiments on the Efficacy of Drawing for Memorization among Adults and Children with Varying Written Word Memory Capacities: A Two-Way Crossover Design, kemur fram að einstaklingar sem eiga auðvelt með að muna skrifuð orð muna að jafnaði meira af teiknuðum en skrifuðum orðum, þegar til lengri tíma er litið, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Einnig eiga einstaklingar sem eiga erfitt með að muna orð að jafnaði um 45 sinnum auðveldara að muna orðin með því að teikna merkingu þeirra þrem vikum áður í samanburði við að skrifa orðin.
Að sögn Unnar hefur teikning tilfinningalegt gildi, auk þess að vera áhrifarík minnistækni. Í tengdri rannsókn, sem kom út í kaflanum Memory drawing for children who have experienced stress and/or trauma and have specific learning difficulties, fundust sterkar vísbendingar um að teikning auðveldaði úrvinnslu tilfinninga sem tengjast erfiðri reynslu og/eða áföllum. Tifinnilngalegt öryggi er mikilvægur grunnur fyrir því að teikning nýtist til að auka námsárangur og tilfinningalega velferð. Í þessar tengdu rannsókn þróaði Unnur námslistmeðferð, þar sem listræn tjáning er notuð bæði í menntunar- og meðferðarlegum tilgangi.
Ýtarlegar upplýsingar um minnisteikningarannsóknina má finna í grein Unnar sem birtist á þessu ári í opnum aðgangi í tímaritinu Education Sciences, á vefslóðinni: https://doi.org/10.3390/educsci14050470.
Unnur mun flytja fyrirlestrana um niðurstöður rannsóknarinnar í ReykjavíkurAkademíunni, Þórunnartúni 2/Skúlatúni 2, 1. hæð:
fimmtudaginn 12. desember kl 16.30-18.30 og
fimmtudaginn 9. janúar kl 17-19
föstudagur 17. janúar kl 14-16
fimmtudagur 23. janúar kl 18-20
þriðjudagur 28. janúar kl 18-20
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn en sætafjöldi takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá sig hér.
Heimildir:
Óttarsdóttir, U. G. 2024 Experiments on the Efficacy of Drawing for Memorization among Adults and Children with Varying Written Word Memory Capacities: A Two-Way Crossover Design. Education Sciences, 14(5), 470. https://doi.org/10.3390/educsci14050470
Óttarsdóttir, U. G. 2024 Memory drawing for children who have experienced stress and/or trauma and have specific learning difficulties. Í: M. Cao, R. Hougham and S. Scoble (Ristj.) Memory: shaping connections in the arts therapies (Kafli 8). Oxfordshire: Routledge.