Dr. Unni Óttarsdóttur hefur verið boðið, ásamt virtum listmeðferðarsérfræðingum víðsvegar að úr heiminum, að halda erindi á Alþjóðlegu listmeðferðarþingi. Mun hún kynna rannsókn sína á minni og teikningu þann 8. febrúar 2025.
Á fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig teikning styrkir minni og eflir tilfinningalega velferð. Rannsóknin sem tók til 134 barna og 262 fullorðinna sýndi að teikning eykur verulega minni miðað við skrift, sérstaklega hjá þeim sem eiga erfitt með að leggja skrifaðan texta á minnið. Munurinn er það mikill að einstaklingar sem eiga erfitt með að muna skrifuð orð muna að jafnaði um 45 sinnum meira með því að teikna þrem vikum áður, í samanburði við að skrifa. Samkvæmt niðurstöðunum muna einstaklingar sem eiga auðvelt með að leggja á minnið skrifuð orð einnig betur eftir teikningum sínum en skrifuðum orðum þegar til lengri tíma er litið. Auk þess sýndi rannsóknin að teikning er almennt fimm sinnum áhrifaríkari en skrift þegar rifjað er upp eftir níu vikur.
Minnisteikning hefur sérstaka þýðingu í meðferðar- og námsumhverfi þar sem hún býður upp á tvíþætta kosti: að bæta minni og veita leið til að vinna úr tilfinningum.
Tilviksrannsókn með börnum sem áttu við námsörðugleika stríða og tilfinningalega streitu sýndi að teikning hjálpar ekki aðeins við að leggja námsatriði á minnið heldur einnig við að vinna úr tilfinningum. Þessi tvöfaldi eiginleiki minningateikningar – að styrkja minni og stuðla að tilfinningalegri vellíðan – gerir hana að nýstárlegri nálgun í kennslu og meðferð.
Ýtarlegar upplýsingar um minnisteiknirannsóknina má finna í grein Unnar sem birtist í tímaritinu Education Sciences, á vefslóðinni: https://doi.org/10.3390/educsci14050470.
Markmið:
Í lok kynningarinnar munu þátttakendur geta:
Allir fyrirlestrar á þinginu eru ókeypis, fara fram á netinu og opnir öllum áhugasömum. Frekari upplýsingar og skráning: https://www.artstherapies.org/course/world-art-therapy-conference-2025
Aðrir fyrirlesarar 8.-9. febrúar:
Lauri Nummenmaa, Cathy Malchiodi, Arne Dietrich, Cornelia Elbrecht, Juliet L. King PhD, Linda Gantt, Marian Liebmann, Ingrid Penzes, Leetal Caidar Benzvi, HeeSu Jeon and Anna Abraham.
Yfir 10.000 þátttakendur frá öllum heimshornum tóku þátt í þinginu í fyrra. Carmen Oprea og Creative Arts Therapies Events skipulögðu þennan áhrifamikla vettvang þar sem fjallað er um listmeðferð.
Dagsetningar:
8.-9. febrúar – Listmeðferð og taugavísindi
15.-16. febrúar – Vinna með sorg, dauða og missi
22.-23. febrúar 2025 – Hlutverk myndlisarefniviðs og aðferða