Við Rán Jónsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir opnuðum sýninguna „Litaóm“ í Grafíksalnum í dag. Fjallar sýningin um hljóð, liti og tilfinningar. Ánægjulegt var að deila verkinu mínu „Líðan í litum“ með áhorfendunum sem bættu um betur með þátttöku sinni sem fólst m.a. í því að finna og deila líðan í litum. Takk öll hjartanlega fyrir komuna og þátttökuna. Sýningin er í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, Reykjavík og stendur hún yfir til 20. ágúst. Öll hjartanlega velkomin.