Vísindagreinin "Experiments on the Efficacy of Drawing for Memorization among Adults and Children with Varying Written Word Memory Capacities: A Two-Way Crossover Design," eftir Dr. Unni Guðrúnu Óttarsdóttur kom nýverið út í tímaritinu "Education Sciences" (29. apríl 2024). Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að einstaklingar sem eiga erfitt með að muna orð, eiga þegar til lengri tíma litið, að jafnaði um 45 sinnum auðveldara að muna orðin með því að teikna innihald þeirra í samanburði við að skrifa þau.
Rannsókn Unnar fólst í því að biðja 134 börn og 262 fullorðna að teikna og skrifa merkingu orða og rifja þau síðan upp eftir mislangan tíma. Nýjar niðurstöður rannsóknarinnar sýna að börn og fullorðnir sem eiga í erfiðleikum með að muna skrifuð orð gagnast mest að teikna til að leggja á minnið. Munurinn er svo mikill að börn í þeim hópi áttu að jafnaði um 45 sinnum auðveldara með að rifja upp teikningarnar sínar en orðin sem þau höfðu skrifað þremur vikum áður.
„Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta sinn sem rannsókn á minni með teikningum og skrifuðum orðum fyrir fólk sem hefur mismunandi getu til að leggja orð á minnið er framkvæmd í heiminum og eru niðurstöðurnar mjög athyglisverðar“ segir Unnur. Minnisteiknirannsókn Unnar markar því tímamót í sögu listmeðferðar og náms- og sálfræði í heiminum.
Ýtarlegar upplýsingar um minnisteiknirannsóknin má finna í grein dr. Unnar Óttarsdóttur „Experiments on the Efficacy of Drawing for Memorization among Adults and Children with Varying Written Word Memory Capacities: A Two-Way Crossover Design,” sem kom út í tímaritinu “Education Science” https://www.mdpi.com/2227-7102/14/5/470/pdf.