Unnur flutti fyrirlesturinn „Óyrt tengsl, tjáning og speglun með sameiginlegri endurvarps teikningu í listmeðferð og á söfnum“ á ráðstefnu í Ríga sem fjallaði um að „Vaxa saman“ og haldin var í Listaháskólanum í Lettlandi. Fjallaði fyrirlesturinn um „Endurvarps“ listaverk Unnar sem hún hefur notað bæði í listmeðferð og myndlist. Talaði hún meðal annars um hvernig sú speglun sem framkallast með verkunum stuðlar að eflingu sjálfsins og tengslum við aðra.