Unnur flutti fyrirlestur um áföll og minni út frá þverfaglegu sjónarhorni á ráðstefnu sem haldin var af London Centere for Interdiciplinary Research. Hún flutti fyrirlesturinn „Memory drawing for children who have experienced stress and/or trauma and have specific learning difficulties” sem fjallaði um rannsóknir hennar á áföllum, meðferð, námi og minni. Unnur sagði frá hvernig börnin sem tóku þátt í rannsókninni unnu með tilfinningar tengdum áföllum með því að teikna um leið og þau lögðu námsefni á minnið með sömu teikningum. Barn sem tók þátt í rannsókninni þáði 34 tíma í námslistmeðferð og hækkaði greindarvísitala hans um 16 stig frá upphafi til loka meðferðarinnar. Einnig fjallaði hún um rannsókn með 134 börnum sem sýndi að börnin mundu að jafnaði fimm sinnum betur orð sem þau teiknuðu níu vikum áður í samanburði við orð sem þau skrifuðu.