Unnur Óttarsdóttir

Unnur Óttarsdóttir

Unnur Óttarsdóttir

Dr. Unnur Óttarsdóttir stofnaði Listmeðferð Unnar árið 1991 og hefur starfað þar síðan sem forstöðumaður, listmeðferðarfræðingur, kennari, rannsakandi og handleiðari. Unnur hefur meðal annars sérhæft sig í listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir erfiðri lífsreynslu eða áföllum. Unnur hefur einnig starfað við listmeðferð fyrir ýmsar opinberar stofnanir og félagasamtök.

Menntun

Unnur lauk doktorsprófi í listmeðferð frá University of Hertfordshire í Englandi árið 2006, meistaraprófi í listmeðferð frá Pratt Institute í New York árið 1991 og kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands (B.Ed.) árið 1986. Að auki er Unnur með BA og meistarapróf í myndlist frá Listaháskóla Íslands.

Námslistmeðferð

Unnur er upphafsmaður námslistmeðferðar á heimsvísu og hefur hún þróað og rannsakað námslistmeðferðina þar sem listræn tjáning er nýtt sem meðferðar- og námsaðferð.

Minnisteikningar

Árið 2000 gerði Unnur rannsókn á 134 börnum þar sem athuguð voru áhrif teikninga á minni. Niðurstöðurnar sýndu að börnin mundu að jafnaði tveimur og hálfu sinnum fleiri orð sem þau höfðu teiknað en orð sem þau höfðu skrifað þrem vikum áður. Kerfisbundin rannsókn sem markvisst ber saman áhrif teikninga og orða á minni hafði ekki verið gerð áður þegar þessi tiltekna rannsókn var framkvæmd. Þegar hluti af börnunum rifjuðu orðin upp níu vikum eftir að hafa teiknað þau og skrifað, án nokkurar upprifjunar á því tímabili, mundu þau að jafnaði fimm sinnum fleiri teiknuð orð en skrifuð. Enn í dag hefur engin önnur rannsókn á langtímaminni og teikningu sem nær yfir svo langan tíma verið gerð í heiminum svo vitað sé.

Kennsla og fyrirlestrar

Unnur hefur starfað í grunnskólum, leikskóla og framhaldsskóla við almenna kennslu, sérkennslu og listmeðferð. Unnur er stundakennari við Listaháskóla Íslands og kennir einnig listmeðferð við Símenntun Háskólans á Akureyri. Hún hefur staðið að fjölda námskeiða fyrir fagfólk á ýmsum öðrum stofnunum, m.a. hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, Fóstruskóla Íslands, Endurmenntun Háskóla Íslands, Háskólanum í Hertfordshire í Englandi og Félagi listmeðferðarfræðinga í Rúmeníu. Unnur mun einnig kenna listmeðferð 2020 hjá Art Therapy Italiana. Einnig hefur hún flutt fjölmörg fræðsluerindi og kennt um listmeðferð og námslistmeðferð á ráðstefnum, í ýmsum háskólum og stofnunum hérlendis og erlendis.

Félagsstörf

Unnur sat í stjórn Félags listmeðferðarfræðinga á Íslandi sem formaður, gjaldkeri og meðstjórnandi á árunum 2004–2013. Hún var fulltrúi Félags listmeðferðarfræðinga á Íslandi í starfshópi Háskólans á Akureyri þar sem fjallað var um nám í listmeðferð. Unnur er einnig félagi í Félagi listmeðferðarfræðinga í Ameríku sem löggildur (e. registrered ATR) listmeðferðarfræðingur innan félagsins.

Rannsóknir

Unnur stundar rannsóknir og fræðistörf á sviði listmeðferðar í ReykjavíkurAkademíunni og hefur skrifað ritrýndar fræðigreinar og bókakafla um námslistmeðferð, minnisteikningar og rannsóknaraðferðarfræði. Rannsóknarsvið Unnar eru námslistmeðferð, listmeðferð fyrir fólk sem hefur orðið fyrir erfiðri lífsreynslu og áföllum, teikningar og minni ásamt tengslum samtímalistar og listmeðferðar.

Styrkir, nefndir og önnur störf

Unni hafa verið veittir styrkir vegna ýmissa verkefna, rannsókna og þróunarstarfa. Hún situr í stýrihóp varðandi alþjóðlegt verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu og leitt er af Listaháskóla Íslands þar sem þróað er námsefni sem miðar að því að nýta listir og þverfaglega samvinnu til að bæta líðan og auka félagsfærni. Hún hefur einnig átt sæti í matsnefnd sem velur fyrirlesara á alþjóðlegt rannsóknarþing. Unnur hefur setið í nefnd sem fjallar um úthlutun rannsókna- og fræðistyrkja og undirbúningsnefndum vegna ráðstefnu og námskeiða. Hún hefur verið umræðustjóri á málþingi þar sem fjallað var um fræði framtíðarinnar. Unnur er ritrýnir hjá tímaritinu ATOL: Art Therapy OnLine og hefur leiðbeint meistaranema í listkennslu ásamt því að vera prófdómari í meistaraprófsvörn.

Sjá nánar

www.ugo.is

www.unnurottarsdottir.art

www.movedbyiceland.com

Höfundaréttur © 2022 · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram