Viðfangsefni kaflans er megindleg og eigindleg rannsókn á minnisteikningu sem Unnur Óttarsdóttir framkvæmdi árið 2000. Rannsóknin var fyrsta yfirgripsmikla rannsóknin sem bar markvisst og skipulega saman áhrif teikningar og ritunar á minnisvirkni. Minnisteikni rannsóknin er því tímamóta rannsókn í sögu listmeðferðar, menntunar, sálfræði og sálfræðimeðferðar. Minnisteikning er hluti af námslistmeðferð sem er meðferðar- og kennsluaðferð […]