Í erindinu er fjallað um hvernig óhlutbundin hugsun, eins og sú sem fer fram við sköpun myndlistar, getur nært og frjóvgað störf rannsakenda og fræðimanna. Fjallað er um sameiginlega eiginleika fræðimanna og listamanna þegar sköpuð er ný þekking, verk eða kenning. Myndlist byggist oft og iðulega á rannsóknum og óskipulögðum athugunum á viðfangsefninu sem fela í sér til dæmis skissugerð. Myndlistaverkin geta verið ný þekking byggð á þess konar rannsóknum. Í erindinu er fjallað um samband myndlistar og rannsókna í tengslum við samvinnulistaverk.
2013 Frjó fræðimennska – fræðileg myndlist. Fyrirlestur fluttur í Listaháskóla Íslands á ráðstefnu um tengsl listsköpunar og rannsókna: Hugarflug, Reykjavík.