Listmeðferð Unnar

Rannsóknaraðferðafræði – fyrirlestur I: Grunduð kenning með teiknuðum skýringarmyndum

Í boði fyrir hópa sé þess óskað

Í erindinu er fjallað um grundaða kenningu með áherslu á teiknaðar skýringarmyndir sem eru áþreifanlegar myndir af hugmyndum í formi korta, línurita eða teiknaðra mynda. Skýringarmyndir líkjast minnisblöðum en í stað þess að vera skrifaður texti eru þær myndræn framsetning á áþekku hugsunarferli. Markmiðið með skýringarmyndunum er að dýpka skilning á fyrirbærum, móta hugtök og gera lýsingu óhlutbundna ásamt því að sjá samhengi mismunandi fyrirbæra, flokka og hugtaka. Með notkun blýants, penna og/eða lita við gerð skýringarmynda, sem meðal annars eru byggðar á orðum, örvum, ferhyrningum, hringum og tengingarlínum, örvast hugarflug og innsæi. Í erindinu eru tekin dæmi úr listmeðferðarrannsókn, þar sem teiknaðar skýringarmyndir voru notaðar. Skýringarmyndir geta lyft viðfangsefninu á óhlutbundið svið sem auðveldar kenningasmíð. Rýmið sem verður til í teiknuðum skýringarmyndum örvar skapandi hugsun þar sem nýtt samhengi er uppgötvað og nýjar tengingar koma í ljós.

Fyrirlestur áður fluttur

2012 Grunduð kenning með teiknuðum skýringarmyndum. Fyrirlestur fluttur í Listaháskóla Íslands á ráðstefnu um tengsl listsköpunar og rannsókna: Hugarflug, Reykjavík.

2010 Grunduð kenning sem rannsóknaraðferð. Fyrirlestur fluttur á fjórða samræðuþingi um eigindlegar rannsóknir við Háskólann á Akureyri, Akureyri.

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram