Námskeiðið byggir á og dýpkar þá þekkingu sem miðlað er á Grunnnámskeiði I – Hvað er listmeðferð? Á námskeiðinu er gefin innsýn í aðdraganda, áhrifaþætti, uppruna og sögu listmeðferðar. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, lestri, verkefnavinnu, umræðum og vinnustofum þar sem þátttakendur upplifa persónulegt sköpunarferli og þá möguleika sem það veitir í tengslum við hugtök og kenningar listmeðferðar. Hvorki er gerð krafa um þekkingu á myndlist né reynslu af listsköpun.
Kynntir verða til sögunnar frumkvöðlar listmeðferðar, meðal annars Margaret Naumburg og Adrian Hill. Fjallað verður um þær grunnnálganir, aðferðir og kenningar sem listmeðferð byggir á. Einnig verður gert grein fyrir þeim þáttum sem móta nútíma listmeðferð.
Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á listmeðferð, svo sem einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við fagið. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir auknum skilningi á listsköpun sinni og skjólstæðinga og/eða nemenda sinna með það að markmiði að stuðla að bættri líðan og auknum þroska. Þátttakendur þurfa að hafa grunnþekkingu á listmeðferð, svo sem að hafa lokið Grunnnámskeiði I – Hvað er listmeðferð?
Námskeiðið er meðal annars haldið í Símenntun Háskólans á Akureyri. Einnig er boðið uppá fjarnámskeið í gegnum veraldarvefinn. Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti á netföngin unnur@unnurarttherapy.is eða simenntunha@simenntunha.is til að fá frekari upplýsingar.