Listmeðferð Unnar

Námslistmeðferð og skrifmyndir

Í boði fyrir hópa sé þess óskað

Vinnusmiðjan er framhald af Grunnfyrirlestri II: Námslistmeðferð og skrifmyndir. Þátttakendum er boðið að taka þátt í skapandi verkefni og öðlast þannig reynslu af námslistmeðferð og þeim möguleikum sem hún býður upp á. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi einhverja þekkingu á listmeðferð og námslistmeðferð sem þeir hafa öðlast á erindum og/eða námskeiðum í listmeðferð eða á Grunnfyrirlestrum I og II: Hvað er námslistmeðferð? og Námslistmeðferð og skrifmyndir.

Í rannsóknarverkefninu um námslistmeðferð sem kynnt er á þessu námskeiði er námsefni fellt inn í listmeðferð með það að markmiði að stuðla að tilfinningalegri vellíðan og auðvelda nám. Kynntar eru kenningar varðandi „skrifmyndir“ sem komu fram í rannsókninni. Hugtakið „skrifmyndir“ er notað um teiknaðar myndir af bókstöfum og tölustöfum, sem eru hluti af aðferðum námslistmeðferðar.

Á tilteknu þroskastigi teikna mörg börn stafaform áður en þau þróa með sér þekkingu á hljóðfræði og táknum sem mynda stafrófið. Þetta tímabil er kallað „skrifmyndastigið“. Á námskeiðinu eru kynntar leiðir til að vinna með „skrifmyndir“ með það að markmiði að endurheimta, styrkja og varðveita þann lærdómsgrunn sem lagður var á skrifmyndastiginu. Um leið er fylgst með tjáningu tilfinninga gegnum listsköpun út frá sjónarhóli listmeðferðar. Á námskeiðinu er lögð áhersla á mikilvægi þess að taka eftir skrifmyndum barna. Einnig er fjallað um hagnýta þætti skrifmynda með tilliti til meðferðar og náms.

Þátttakendum er boðið að taka þátt í skapandi verkefni og öðlast þannig reynslu af námslistmeðferð og þeim möguleikum sem aðferðin býður upp á.

Höfundaréttur © 2024 Listmeðferð Unnar · Allur réttur áskilin · Óheimilt er að nota efni síðunnar án leyfis.
cartmagnifierchevron-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram